miðvikudagur, september 27, 2006

ég hef aldrei farið nálægt kárahnjúkum. var að kenna í gærkveld þegar fólk elti ómar niður laugaveginn. samviska mín þjáðist einhverra hluta vegna. einvhernvegin getur mér ekki verið alveg sama þó svo að sökkt verði stað sem ég myndi hvort eð er sennilega aldrei sjá. aldrei að vita þó. héðanaf verður amk lítið úr því að ég fái að sjá hann í framtíðinni. þegar ég verð stór og þroskuð og dugleg að kynnast landinu mínu. stjórnvaldafyrirbærið pirrar mig. af hverju hefur mannskepnan valið þetta samfélagsform yfir sig? getum við ekki breytt því héðanaf? ef eitthvað er rótgróið er það þá staðfesting á því að það sé best og að ekkert annað gáfulegt sé til? hvernig er hægt að breyta þessu ástandi þannig að við andlitslausi fjöldinn getum losað okkur undan duttlungum fárra valdamikilla aðila sem hafa of mikið að segja um líf okkar allra í heiminum?
svona hlutir pirra mig og láta mér líða sem máttvana skræfu. máttleysi, það er orðið.

þriðjudagur, september 19, 2006

makinn er sá sem hefur lag á að láta mat smakkast vel á þessu heimili. hann er svo góður í því að ég er eiginlega farin að verða fyrir vonbrigðum á veitingastöðum eftir að fá trekk í trekk mun betri mat heima hjá mér.
eftir 13 ár af eldamennsku fékk hann skyndilega þá flugu í höfuðið að fara í verkfall í eldhúsinu í óákveðinn tíma og afhenti mér þar með lyklavöldin að því herbergi heimilisins sem ég hef hve minnsta þekkingu á. jújú, ég veit sosum hvar allt er og svoleiðis en hef lítið vit þar fyrir utan. svo ekki sé minnst á gífurlega takmarkað matvælalegt hugmyndaflug.
í vinnunni er fólk farið að vorkenna mér og lauma að mér uppskriftum, en það sem mig vantar eiginlega umfram það er tilfinning fyrir matargerð. ég skil ekkert í kryddum og man sjaldnast eftir að nota slíkt og ég hef eins og ég segi ekkert hugmyndaflug. í bónus snýst ég í hringi og reyni að láta mér detta eitthvað nýtt í hug, en gengur lítið.
hér með mæli ég með því að fólk reyni að veita börnum sínum einhvern grunn að matargerðarviti áður en þau leggja af stað út í heiminn. guð má vita að ég hefði haft gott af því að læra að gera fleira en spagettí og kjötbollur.

sunnudagur, september 17, 2006

ég er ástfangin af íbúð.
getur einhver lánað mér 6 milljónir?

bloggdoði dauðans.

mánudagur, september 11, 2006

hvað er mikið félagslíf eðlilegt félagslíf fyrir fólk með heimili, tvö börn, maka og vinnu? hversu mikið er fólk að gera annað en vinna og vera fjölskylda?
er fólk almennt að heiman tvö til þrjú kveld í viku?

aðeins að reyna að staðsetja mig...

fimmtudagur, september 07, 2006

nú sit ég hér og glápi á súpernóva. veit reyndar ekki alveg af hverju. ætli ég hafi ekki bara látið sópast með í múgæsingnum. þó má ég eiga það að ég hef ekki vakað frameftir í eitt einasta skipti vegna þess að ég sé hreinlega ekki tilganginn með því að eyða mínum dýrmæta svefntíma í svona sjónvarpsefni. ég hef fylgst með endursýningunum svona hva... síðustu 3 skipti og viðurkenni alveg að ég hef gaman af. ég byrjaði að sjá þessa þætti auglýsta og sá brot og brot þar sem ég var stödd í mexíkó í sumar, en hafði lítinn áhuga þangað til ég var farin að upplifa mig eins og geimveru á vinnustað þar sem fólk mætir ótrautt til vinnu eftir þriggja tíma svefn sökum áhorfs og kosninga. ætli ég myndi ekki gera það sama væri ég eiginkona, vinkona, frænka, systir, móðir eða dóttir þessa blessaða magna, en þar sem ég er bara gaur úr breiðholti sem hefur aldrei hlustað á síðan skein skítamórall á sál sólarinnar eða hvað hún nú heitir hljómsveitin hans, finn ég fyrir óskaplega litlum tengslum við drenginn. óska honum þó velgengni og allt það... þjóðernis eitthvað...
vonandi verður netið komið í vinnuna á morgun.