mánudagur, september 28, 2009

mér þér sér hér
dettur klettur settur mettur nettur hettur fettur brettur rettur
ekki hlekki kekki blekki bekki sekki
neitt heitt greitt meitt sneitt breytt beitt sveitt leitt
í mý ný sí hlý hví þrí frí bý því
hug flug
til þil vil gil bil
að svað hvað það tað vað bað
skrifa rifa tifa bifa


laus haus gaus hnaus raus kaus fraus hraus maus
láta skáta gráta hnáta káta gáta báta máta táta sáta
gríma síma slíma glíma híma tíma kíma víma ríma

bloggsíða til sölu.... áhugasamir skrifið orðsendingar í athugasemdakerfi.

mánudagur, september 14, 2009

nemendur birtust með tvo spánverja í tíma. verð ég ekki að notfæra mér það tækifæri? hugsaði ég, enda mikið að rembast við að vera kennslufræðilega frjó. og ég svaraði um hæl, jú auðvitað verð ég að nota það. lét krakkana búa til spurningar fyrir þær og lokkaði þær svo að töflunni til að svara spurningunum. spurningarnar voru stuttar og laggóðar og svörin voru jafn stutt ef ekki styttri.
ég hata að vera óundirbúin og að detta svona úr sambandi eins og ég gerði þarna.
en þetta var samt betra en ekkert. smá hlustunar og talæfing. jú jú... lagfærum þetta bara í minningunni.

miðvikudagur, september 09, 2009

tíminn gerir fátt annað en að líða. fyrir stuttu var ég glöð að nóttin varð björt. nú er ég glöð að kvöldin verða dimm. þá get ég kveikt á kertum. reyndar get ég það bara þegar síðburðurinn er sofnaður og makinn og frumburðurinn einhverstaðar annarstaðar en heima eða í stofunni. þeir hafa nefnilega ekki hugmyndaflug í margt annað en að kveikja á kassanum.
en þegar ég fæ stofuna útafyrir mig slekk ég ljósin og kveiki kertin. undanfarna daga hef ég einmitt verið svo heppin að fá að eiga stofuna mína ein. en í stað þess að sitja ein og hugleiða við kertaljós hef ég nú rifið gítarinn hennar mömmu úr unglingaherberginu, grafið upp söngbók með gítargripum og hamast nú sem iðinn hamstur við að glamra mig í gegnum lög. ég hef aldrei lært á gítar en gripin eru nú nokkuð idjótprúf sett upp. í dag er ég að drepast í þremur miðjufingrum vinstri handar eftir nótnaglamrið, en er þó stolt af meiðslunum.

í skólanum gengur allt sinn svínaflensugang. óvenjulega margir nemendur og kennarar eru veikir og nemendur gleðjast þegar kennarar veikjast því þá fá þeir frí í tíma.
í mötuneytinu er enn framleiddur trukkamatur og ég hef nóg að gera við að læra nöfn nemenda og kynnast nýju fólki. mikið að gera.

svo er ég kannski að fara að flytja. kemur í ljós á næstunni.

föstudagur, september 04, 2009