föstudagur, desember 29, 2006

nú er ég semsagt stödd á milli jóla og nýárs.
þetta hefur allt gengið skrambi vel. pakkaflóðið kæfði börnin á aðfangadag og til að bæta bleiku ofaná rautt mætti mexíkanski jólasveinninn með pakka á aðfaranótt jóladags. börnin mín heppin að græða eitt stykki jólasvein bara af því að ég valdi mér svoleiðis maka. sem er gott og blessað.
við erum búin að fara með gestina okkar í nokkrar sundlaugar og í augnablikinu eru þau í sinni annari ferð í lónið bláa sem þeim þykir svo unaðslegt og æði. ég sjálf er ekki eins hrifin, enda enn að reyna að lagfæra á mér hárið eftir síðustu ferð.
nú og við bökuðum og skreyttum piparkökur og eyddum um sex klukkustundum í smáralind og öðru eins í kringlunni og á laugavegi. mig langar ekki aftur í smáralind í heilt ár eftir þennan skammt.
venjulega þegar ég hef átt leið í verslunarklasa þesskonar hef ég einbeitt mér að því að klára þau verkefni sem ég hef einsett mér að leysa í þeim búðum sem ég þykist þurfa að heimsækja. svo er ég farin heim. tekur yfirleitt ekki meira en rúman klukkutíma í mesta lagi.
sagan er önnur þegar ferðast er með kaupóðri lítilli útlendingu sem þykir allt æðislegt og frábært og spennandi og fallegt sem hægt er að kaupa, enda hvíld frá þreyttu búðunum heima í mexíkó. þegar þessi litla kona er á landinu drattast ég inní búðir sem ég hef aldrei á ævinni heimsótt og skoða hluti sem ég hefði annars aldrei séð, enda fullt af tíma til að drepa á meðan beðið er eftir kaupakonunni. það var ekki fyrr en undanfarna daga sem ég hef í raun séð allt það sem verslunarmiðstöðvarnar og laugavegurinn hafa uppá að bjóða. og þá meina ég allt.
hún er hörku búst fyrir efnahag þjóðarinnar, sérstaklega þar sem hún gleymir stundum að fá tax-free miðann eða hefur týnt kvittununum áður en hún dregur mig með sér aftur í búðirnar til að fá endurgreiðslumiða sem hún gleymdi.
maðurinn hennar og mágur minn ætti skilið þolinmæðiverðlaun nóbels.
það góða við þetta alltsamant er þó skemmtilegur félagsskapur og það hvað hún er fjári gjafmild...hehehe.... börnin mín og við höfum verið að eignast hluti sem ég persónulega hefði aldrei tímt að kaupa, en ég er eins og skrooge gamli við hliðina á blessaðri stúlkunni. samt er ég bara hagsýn að eigin mati, ekki nízk. (með zetu)
eins gott að hún les ekki íslensku....muahahahahahaha......

laugardagur, desember 16, 2006

jæja þá.
það er farið að sjást í endann á ,,að gera" listanum. nú á ég bara eftir að kaupa jólagjafir, pakka þeim inn, skrifa og senda jólakort, klára að gera fínt, taka á móti útlendingunum og halda jól. já og fara að horfa á fm belfast.
kökusneið.

ég las flugdrekahlauparann um daginn. mér þykir hún góð.
ég er samt ekki nærri því eins dugleg við að lesa og ég vildi vera.
ég er ekki nærri því eins dugleg við margt og ég vildi vera. hmmm.....
ég er ekki nógu dugleg við að læra að elda mat og nota uppskriftir til að fá smá fjölbreytni í matseðilinn.
ég er ekki nógu dugleg við að fara í leikhús.
ég er ekki nógu dugleg við að skrifa og lesa.
ég er ekki nógu dugleg við að vera uppfinningasöm og skemmtileg mamma.
ég er ekki nógu dugleg við að skipuleggja draslið í kringum mig.
ég er ekki nógu dugleg við að sýna ást og umhyggju.
ég er ekki nógu dugleg við að hringja í fólk.
ég er ekki nógu dugleg við að bjóða fólki í heimsókn eða mat.
ég er ekki nógu dugleg við að fylgjast með fréttunum og hafa skoðun.
ég er ekki nógu dugleg við að læra nýja hluti.
ég er ekki nógu dugleg við að fara í líkamsrækt eða sund.
ég er ekki nógu dugleg við að heimsækja ömmu mína.
ég er ekki nógu dugleg við að skrifa fólki bréf eða tölvupóst.
ég er ekki nógu dugleg við að borða ávexti eða drekka vatn.
ég er ekki nógu dugleg við að nota krem og dunda mér við líkamlega umhirðu.
ég er ekki nógu dugleg við að taka ákvarðanir og fylgja eigin sannfæringu.
ég er ekki nógu dugleg við að vera sannfærð um eitt né neitt.
ég er ekki nógu dugleg við að reyna að vera skapandi.
ég er ekki nógu dugleg við að fara snemma að sofa og snemma á fætur.

hinsvegar er ég dugleg við að finna allt það sem ég er ekki dugleg við.
svo er ég dugleg við að tja..... sofa, borða, reyna að kenna fólki og vera í góðu skapi.
það hlýtur að gilda eitthvað...
ég er líka rosalega góð í að bakka í stæði og keyra almennt. já...og
ég er góð í að bulla og blaðra.
ég er góð í að hitta vinkonu mína samkvæmt stundaskrá.
ég er góð í að velja nammi í bónus og bragðaref í ísbúðinni.
ég er góð í að synda og gera magaæfingar.
ég er góð í að horfa á bíómyndir.
ég er góð í að sjá jákvæðu hliðarnar á ýmsu.
ég er góð í að nudda.

jújú svei mér þá...þetta er allt í lagi. (nú skrifaði ég óvart legi áður en ég fattaði það og leiðrétti þetta fraudian slip)

einhverra hluta vegna leitar hugur minn alltaf innávið þessa dagana þegar ég sest niður og reyni að hugsa. einhverskonar þreifingar í gegnum svona sjálfsmyndarkrísu sem sest í andlitið á mér þar sem ég ligg afvelta af sjónvarpsglápi, nammiáti og kókdrykkju. svipuð tilfinning og ég fæ eftir að lesa bækur eða blogg eftir fólk sem mér þykir óhemju hugmyndaríkt, fyndið, klárt og spennandi í sínu áhugaverða lífi.
ætli ég fái ekki andlegu komplexana eftir það. hina líkamlegu eftir að horfa á fallegt fólk í imbakassanum.

ég er haldin andlegri anorexíu.

þriðjudagur, desember 12, 2006

sökum önnu er hálfgerð bloggpása. ég mun blaðra einhverja vitleysu í hvert sinn sem ég hef tíma til að setjast niður og hangsa aðeins í tölvunni...en þess á milli mun ég laga íbúð, fara á bekkjarkvöld í 6.bekk, baka piparkökur, taka á móti útlendingum, hafa ofanaf fyrir útlendingum, fara á tónleika með uppáhalds hljómsveitinni minni fm belfast, kenna kennurum spænsku, hjálpa múttu að velja jólagjafir, fara á jómfrúnna með vinkvonum og þeirra mökum og sennilega reyna að sofa, borða og fara á klósettið einhverstaðar þarna inní líka.
en semsagt...þangað til ég sest niður aftur,
hasta la vista og feliz navidad

fimmtudagur, desember 07, 2006

hvusslags. bara kominn desember og ég enn með höfuð í rassi. vanrækjandi síðuna mína fínu eins og ég veit ekki hvað.
hvað er annars að frétta.... tja, prófavika og soleis. ég eyddi 4 klukkustundum í fyrradag í risastóra gula og bláa gámnum í garðabæ. borðaði salta aspassúpu einhverstaðar á leiðinni því ég varð svöng á að ráfa á milli þykistunniíbúða og herbergja. en okkur tókst að eyða góðum slatta af mánaðarlaunum þarna inni, enda að innrétta íbúð í flýti áður en mágurinn og svilkonan lenda á klakanum frá le mexique. nú á ég amk í bili þvottaherbergi með stæl, svona líka fallegt baðherbergi og gardínur til að draga fyrir herlegheitin. já og stóran pott undir jólasaltfiskinn.
deginum í gær eyddi ég svo í að skrúfa saman dót úr flötum pakkningum og raða hlutum á hillurnar sem ég hengdi á vegginn í áðurnefndu þvottaherbergi/geymslu.
í dag kláraði ég svo að semja próf og fara yfir verkefni, er á leið í að elda kvöldmat, svo þarf að ganga frá börnum og heimili og að lokum mun ég enda daginn á kaffihúsi ásamt príorítetsvinkonunni einu sönnu.
það er ástæða fyrir því að ég er ekki að eyða tíma í að blogga.....