fimmtudagur, desember 16, 2004

mikið grét ég yfir minningargreinunum áðan. svei mér ef ég er ekki ennþá bólgin í augunum. hvað er málið með alla þessa ungu krakka (aðallega stráka)? hvur assgotinn gengur eiginlega á?
eftir allar hrakfalla eldsvoða vesenisfréttirnar undanfarið fór mín útaf örkinni (ég bý nefnilega í örk) og keypti sér enn einn reykskynjarann. nú er ég með þrjá. fattaði mér til gæsahrolls í gær að sá sem er frammi á gangi var ekki með batterí. sú staðreynd kenndi mér það að það á aldrei að treysta orðum nágrannans fyrir því að hann sé sjálfur nýbúinn að tékka á skynjaranum og að hann sé í lagi. þetta gæti verið morðóður djöfull í lambadulbúningi. mikið er ég annars þakklát sjóvái fyrir að senda mér nýtt batterí í pósti. þá gat ég eins og skot komið skynjaranum í gagnið og þar af leiðandi sofið rólegri. ég bý nefnilega í timburhúsi og nýju nágrannarnir á neðri hæðinni eru ansi hrifnir af kertum og jólaseríum þannig að ég tek enga áhættu.
svo er ég líka þakklát fyrri íbúum fyrir að hafa skilið eftir eldvarnarteppið í eldhúsinu og hengitröppurnar í fataskápnum þannig að ég gæti klifrað út um gluggann með familíuna ef útgangurinn stæði í ljósum og logum.
og mætti nú hver og einn halda að ég væri haldin paranoju. tja...það gæti sosum alveg verið en einhverra hluta vegna þykir mér þægilegri tilhugsun að sýna fyrirhyggju, svona ,,better safe than sorry" eða ,,más vale prevenir que lamentar" hugsunarháttur.
elsku fólk ... viljiði gera svo vel að vera svo væn að gera mér þann greiða að tékka á reykskynjurunum ykkar, fara varlega með eld og rafmagn, keyra rólega, nota öryggisbelti og forðast ólæti á öldurhúsum. ég hreinlega get ekki fleiri minningargreinar....

Engin ummæli: