miðvikudagur, janúar 12, 2005

þetta með líkamsræktarkortið er einhverra hluta vegna ekki alveg að virka. merkilegt nokk en ég þarf alltaf að gera eitthvað annað frekar í staðin á undan og úps komið kvöld og brrr það er svo kalt úti og klukkan er hvort eð er orðin svo margt ég fer bara frekar á morgun. best að byrja af krafti í næstu viku. komin næsta vika, arg, túr, ekki gaman að svitna svoleiðis best að bíða þangað til ég verð búin. og svo framvegis.
hausinn á mér er sjálfkrafa búinn að finna tímasetningu fyrir það þegar ég byrja alveg pottþétt að fara af krafti og jafnframt því er hann búinn að finna afsökun fyrir því að fresta þeirri dagsetningu aðeins.
ég er svo ógeðslega klár að mér tekst alltaf að plata sjálfa mig og ég geri það svo vel að ég trúi mér, sé svo í gegnum mig, verð svekkt á mér og plata mig svo aftur. ég er líka svo ótrúlega vitlaus að ég trúi mér alltaf. svipað gerist þegar ég ætla að hætta að borða alltaf nammi og drekka alltaf gos og borða feitar sósur.
það er ekkert auðvelt við að vera snillingur og bjáni á sama tíma. hvað er til ráða fyrir fólk eins og mig sem hefur ekki þetta drifkraftsgen í sér? okkur sem leyfum huganum að sigra líkamann?
það fer að verða frekar þreytandi að hlusta á sjálfa sig kvöld eftir kvöld hafa áhyggjur af því að styrkja líkamann og halda honum í góðu ásigkomulagi til þess að losna við erfiðleika þegar árin færast yfir og skipta svo beint yfir í réttlætingar á því að gera óholla hluti frekar því ég er ennþá svo ung og ég á þetta og hitt skilið og ég byrja seinna á þessu holla.
úff hvað ég er þreytandi

Engin ummæli: