miðvikudagur, júní 22, 2005

fékk þagnarkvörtun frá þórði... ég er hérna ennþá.
var að enda við að fá staðfestingu á því að ég er hreint ekkert svo slæm í kennslumálum. svei mér þá ef ég komst ekki bara í enn betra skap en ég var í fyrir, sem var þó ansi gott.
nema hvað, nú er það að frétta að frumburðurinn svífur seglum þöndum í átt að fyrrum heimaslóðum keikós heitins þar sem hann (frumburðurinn en ekki keikó) mun sparka tuðru ásamt hundruðum ef ekki þúsundum jafnaldra sinna í litríkum íþróttatreyjum og stuttbuxum. það verður gaman hjá honum. mesta spennan fyrir mig verður þegar ég fer að taka uppúr töskunum hans á mánudaginn því þá mun ég sjá hversu hárri prósentu farangursins hann hefur gleymt/týnt/skemmt.
svo er það að frétta að hér heldur skólastarf áfram sökum hraða og fríið ekki enn í sjónmáli á þessum bænum. hinsvegar er ég mjög glöð að stór hluti samstarfsfólks sé á leið í frí á undan mér vegna þess að ég er að því komin að byrja að sparka í sköflunga ákveðinna aðila.
mér þykir alltaf jafn skrýtið að til skuli vera fólk sem meðhöndlar lífið með endalausu kvabbi, kvarti og nöldri, neikvæðni og pirringi. mér þykir alltaf jafn leiðinlegt að umgangast svoleiðis fólk og hvað þá að vera innilokuð með slíku fólki tímunum saman.
jæja, komið er að hlustunarprófi....
sjáumst sem fyrst.

Engin ummæli: