miðvikudagur, júlí 13, 2005

gamla fastheldna ég neyddist til að skipta um lúkk. valdi brúnt því það fer mér svo vel. ég fann ekkert sem heitir tequila en það er nú sennilega bara vegna þess að ég kann ekki að leita.

annars hef ég það barasta fínt hér í fríinu, sérstaklega þegar ég er ekki úti að hræra steypu, saga spýtur eða negla húsið mitt saman. óttalega mikið að gera hjá fólki sem kaupir sér húsnæði frá 1910. hreint út sagt snilldarlega vanhugsað hjá mér þó ekki sé tekið harkalegar til orða.

ég veit ekki hvaða ástand er á mér undanfarið en ég hreinlega nenni ekki að blogga neitt af viti. ætli það sé ekki af því að ég hef ekkert nennt að hugsa síðustu vikur.

hjálp!

Engin ummæli: