fimmtudagur, september 29, 2005

jæja, þá líður að því að makinn yfirgefi oss, eins og hross. hryssan mun sitja ein eftir með sár á enni eða sárt enni og tvö folöld. hvort kom á undan, ísöld eða folöld?
nema hvað, ég óska hér með eftir vorkunn og miskunn og einkunn og forkunn svo sem væri ég einstæður faðir eða svokallaður grasekkill. grasekill er sá sem ekur á grasi eða sá sem reykir gras áður en hann heldur af stað út í umferðina.
ég geri mér hins vegar ekki fulla grein fyrir tilgangi þess að hafa gras með í ekkju/ekklastöðu tímabundiðyfirgefinna maka.
nema hvað, makinn leitar á heimaslóðir sökum framtíðardrauma, nostalgíutilfinningar og matgræðgi.
svo fær hann vonandi fljótt leið á heimalandinu og snýr aftur hingað sem við samlandar köllum heim, þangað sem vindurinn syngur fögur vögguljóð og spilar á ruslatunnulok, opin hlið og laust drasl í nýbyggingum. þangað sem vingjarnlegur faðmur vetrarkonungs klípur í kinn og strýkur öll bein á meðan frostrósaskreytt farartæki bræðir af sér vélarhrímið í morgunsárið.
ég gef honum tvær vikur og hann verður kominn aftur grátbiðjandi um myrkur og beinaskjálfta.

heppin ég að fá að vera eftir með börn og buru....
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn.

Engin ummæli: