þriðjudagur, nóvember 15, 2005

ég á afmælí dag,
ég á afmælí dag,
ég á afmælún éheg
ég á afmælí dag.
húrra!

kveðjur og hamingjuóskir vinsamlegast þakkaðar.

ég fékk kórónu og þrjár gerðir af kökum í fyrstu frímínútum. yndisfagurt er að vinna með fólki sem eru álíka mikil afmælisbörn og ég sjálf. unaðurinn einsamall.
það var sko ein ostakaka, ein súkkulaðikaka og ein svona með hvítum botni, brúnum rjóma, perum og einhverju súkkulaðiskrauti ofaná. mikil var sú fegurð og fagurt var bragðið. nú og svo verður hátíðarkvöldverður í faðmi fjölskyldunnar heima hjá móður í kveld. þar mun gúmmulaðið aldeilis flæða yfir bakka sína.

um daginn fann ég nokkur 20 ára gömul bravoblöð. ég gaf þýskukennaranum þau eftir að hafa hirt duran duran plaggat sem einhverra hluta vegna hefur farið framhjá mér á sínum tíma. nú hangir plaggatið hér fínt og fagurt fyrir ofan skrifborðið mitt þar sem ég get blikkað þá og þeir eru ekki orðnir hrukkóttir eða gamlir.

stundum er bara eitthvað svo yndislegt að vera til....

Engin ummæli: