sunnudagur, janúar 01, 2006

mjögsvo gleðilegt ár til ykkar allra.
gaman að segja ykkur frá því að það var gaman í gær.
eyddum áramótunum svo að segja í tveimur heimsálfum, fyrst íslensku heimsálfunni í faðmi blómálfadeildar, kaldhæðnisdeildar og fullu ameríkubrandaradeildar fjölskyldunnar og svo skruppum við yfir til sólarlanda þar sem var dansað og rössum dillað. íslenski maðurinn sem villtist inní það partý sagðist aldrei hafa lent í öðru eins en svo tímdi hann ekki að fara því það var svo gaman.
þar vorum við til rúmlega sex. vaknaði hálf þrjú. djöfull þarf ég að drífa mig í að snúa sólarhringnum réttsælis aftur.
nema hvað, ég svaf í einum rykk, enda síðburðurinn hjá ömmu sinni og afa, öllu stabílla fólki þegar kemur að háttatíma, og þegar ég fæ að sofa í heilum rykkjum dreymir mig oft og mikið.
í nótt dreymdi mig að ég var eitthvað voða mikið að þurrka af borðum og eitthvað rugl þegar ég hitti allar gömlu vinkonurnar mínar, þessar sko sem vita varla hvað blogg er. nema hvað, þær voru allar á leiðinni í einhverri voðalegri eftirvæntingu á námskeið í kjallaranum fyrir ofan þar sem ég var að þurrka af. og svo var þarna maður sem var einhverskonar námskeiðisstjóri og þar sem hann sá mig áhugasama bauð hann mér að taka þátt. ég þyrfti að fylla út eitthvað eyðublað á netinu og svara nokkrum spurningum (aðalspurningin var hvort ég hefði einhverntíman hitt kalla bjarna....(ædolstjörnu sko) hahahahahaha....) og ég ætti möguleika á að vinna einhver verðlaun sem fólu meðal annars í sér að hitta téðan kalla bjarna.
nema hvað, svo þegar ég spurði hann um hvað námskeiðið snérist annars svaraði hann mér voða íbúðarfullur, ábyrgðarfullur, íb...ha... (drap greinilega of margar heilasellur í nótt)... íbygginn...nei....ábúðarmikill...arg!, allavega var hann voða merkilegur á svipinn þegar hann svaraði mér að námskeiðið væri um fyrirbæri sem héti web-log. nú, er þetta bara blogg? spurði ég. mm..hmm...nja...eee... ja það má svosem kalla það það, svona gælunafni, svaraði hann (til að reyna að halda formlegheitunum). ooóóó... þetta er bara blogg, sagði ég. já þekkir þú það? spurði hann. já ég er meistarinn, svaraði ég.
og með því svari vaknaði ég inní nýtt ár....hahahahaha......
magnaður andskoti.

Engin ummæli: