þriðjudagur, febrúar 14, 2006


hér er önnur mynd. ég keypti mér nefnilega litla stafræna myndavél síðasta daginn úti og gekk nett af göflunum.
hefði þó viljað hafa myndavél alla dagana til að hafa fleiri gafla til að ganga af, en það verður sennilega ekki á allt kosið aftur í tímann.

annars gaman að segja frá því að ef mig misminnir ekki þá var dagur forseti nemendaráðs í árbæjarskóla á sama tíma og gísli marteinn var forseti nemendaráðs í hólabrekkuskóla og ákveðinn rígur var á milli skólanna um hvor væri betri. svo fór sá fyrrnefndi í mr og hinn í versló og þar þarf ég varla að nefna ríginn.
nú og svo eru þeir í dag þar sem þeir eru í dag.
samsæriskenningar einhver?

Engin ummæli: