fimmtudagur, apríl 06, 2006

fór í fyrsta skipti í jógatíma um daginn. komst að því að ég er stirð, þunglamaleg og hef mjög takmarkað jafnvægi. fékk svo harðsperrur af öllu draslinu.
tíminn sjálfur var reyndar ósköp fínn. enginn svona hamagangur eins og sá sem verður alltaf til þess að ég forðast líkamsræktartíma. svo var líka skemmtilegt að heyra konuna í fremstu röð prumpa með reglulegu millibili.
varð reyndar sjálf að halda aftur af mér á köflum, enda ýmiskonar óvenjulegt álag í gangi þegar legið er á bakinu með hnén á enninu og hendurnar undir rassinum.
er að hugsa um að skreppa í nokkra tíma í viðbót, en ef ég finn engan mun á stirðleika, þunglamalegheitum og jafnvægi eftir....skulum við segja....mánuð, þá er ég hætt.

kynskiptingar eru meiri konur en konur. (sem kemur málinu sosum ekkert við en ég er bara að hugsa....)

Engin ummæli: