sunnudagur, ágúst 20, 2006

sá löður til sölu í búð í útlandi. langar til að sjá þá aftur til að kanna hvort þetta séu í raun eins skemmtilegir þættir og þeir eru í minningunni. væri líka til í að kíkja á cosby show, en einhverra hluta vegna grunar mig að þeir myndu valda mér vonbrigðum í dag. það sama held ég um húsið á sléttunni.
mig langar að sjá prúðuleikarana aftur því ég missti af þeim hérna um árið þegar þeir voru að mig minnir endursýndir á einhverri ruglaðri stöð. nú og svo væri gaman að sjá derrick og íslensku þættina þarna um fjölskyldurnar í raðhúsinu. man ekki í augnablikinu hvað þeir hétu. ég hef ekki nennt beverly hills og dallas aftur á undanförnum árum og svo varð ég fyrir heiftarlegum vonbrigðum þegar ég sá aftur áfram-mynd sem mig hafði minnt að væru yfirmáta fyndnar og skemmtilegar. slatta árum síðar þóttu mér þetta hálf aumkunarverðar klám- og karlrembubrandaralegar tilraunir til fyndni. benny hill datt ofaní sama pytt. það er sennilega af hræðslu við það sem ég þori ekki að horfa aftur á bleika pardusmyndirnar. svo er það kannski frekar ég en myndirnar sem er gölluð. ónýt eftir að læra mannfræði og verða ,,fullorðin", húmorslaus og gagnrýnin, get ómögulega haft gaman af ljótum körlum hlaupandi á eftir hálf nöktum skrækjandi stúlkum sem gætu verið barnabörn þeirra. óttalega húmorslaus og beisk eitthvað.
ef ég pæli nánar í því þá þarf alltaf meira og meira til þess að ég hlægi. svona almennilegum ha ha ha ha ha hlátri. svona illt í magann eða tár í augun.
nja, jú, ég hlæ alveg. jújú, hvaða vitleysa.... ég er alveg hress...

Engin ummæli: