miðvikudagur, mars 12, 2008

lífið gengur sinn vanagang. sem minnir mig á það... í dag þar sem ég keyrði í ikea til að kaupa kerti (miklu ódýrari en allstaðar sem ég hef leitað), var ég að hlusta á útvarpið. nema hvað, einhver var að flytja íþróttafréttir og var að tala um kvennalandsliðið í fótbolta. þær unnu víst einhvern leik og svona gaman. nema hvað, daman sem flutti fréttirnar sagði glöð frá því að einhver stúlka í liðinu hefði skorað mörg mörk og væri þar með markakóngur mótsins. um leið hugsaði ég, ókey, það er víst hægt að færa rök fyrir því að herra þýði sá sem ræður og þar af leiðandi sé hægt að láta það eiga við um bæði konur og karla. en ég hef aldrei vitað af konu sem er kóngur. eru þær ekki drottningar? er asnalegt að vera markadrottning? ef kóngur er fyrir bæði kyn er elísabet þá ekki englandskóngur?
nú bara spyr ég...

Engin ummæli: