fimmtudagur, febrúar 26, 2009

afsakið að ég eyði tíma í að nöldra um vinnuna mína. þú ert bara eina manneskjan sem nennir að hlusta...
nema hvað. í dag var ég með krakka í prófi. ekkert erfiðu prófi, bara prófi. og það var eins og við manninn mælt. einn asni úti í horni á fullu að lesa svindlmiðann sem ég átti ekki að fatta að væri þarna.
í næstum hverju einasta prófi sem ég hef haldið er einhver með miða. í pennaveskinu, á milli fótanna á stólnum, í lófanum, á stólnum við hliðina, undir töskunni... jú neimitt. og þessar elskur halda að ég sjái ekki neitt, sé ekki að fylgjast með eða sé ekki nógu ung og fersk í höfðinu til að fatta þau. en svindlmiðahegðun er ansi hreint útreiknanleg og sýnileg. og trúðu mér að ég er meistari. til þess að geta lesið af miðanum þarf að sjá hann og ekki er hægt að láta hann liggja ofaná prófinu því ég gæti átt það til að rölta um og kíkja. miðinn þarf því að vera á góðum stað þar sem hann hverfur um leið og ég hreyfi mig. en til þess að geta lesið af honum þarf að líta í átt til hans og staldra aðeins við á meðan augun átta sig á því hvaða hluta hans þarf fyrir næsta svar. og það tekur aðeins þá örskotsstundu sem það tekur ofurkennarann hana mig að sjá hvað er í gangi.
um leið og ég fatta fæ ég hjartslátt og roð í kinnar. þoli ekki svona. verð stressuð, skil samt ekki hví. undanfarið er ég þó orðin kaldari í því að ganga bara uppað viðkomandi og taka miðann, enda búin fyrir löngu að átta mig nákvæmlega á því hvar hann er staðsettur. óþolandi helvíti.
til að svindla á prófum eru til fleiri aðferðir en miðar. svo virðist sem nemendur mínir hafi annaðhvort ekki fattað þær eða ég er ekki enn búin að læra að sjá þær í framkvæmd kennaraborðsmegin í stofunni. ég veit þó að þær virkuðu fyrir mig í den nema kennararnir hafi verið of stressaðir til að hanka mig...

Engin ummæli: