mánudagur, september 14, 2009

nemendur birtust með tvo spánverja í tíma. verð ég ekki að notfæra mér það tækifæri? hugsaði ég, enda mikið að rembast við að vera kennslufræðilega frjó. og ég svaraði um hæl, jú auðvitað verð ég að nota það. lét krakkana búa til spurningar fyrir þær og lokkaði þær svo að töflunni til að svara spurningunum. spurningarnar voru stuttar og laggóðar og svörin voru jafn stutt ef ekki styttri.
ég hata að vera óundirbúin og að detta svona úr sambandi eins og ég gerði þarna.
en þetta var samt betra en ekkert. smá hlustunar og talæfing. jú jú... lagfærum þetta bara í minningunni.

Engin ummæli: