miðvikudagur, október 07, 2009

í dag er ég búin að vera svakalega dugleg að undirbúa vinnuna mína fram í tímann. þegar ég geri svoleiðis öðlast ég alltaf örlitla ró í hjartanu.
talandi um ró í hjartanu þá á ég von á um 16 mexíkönskum fjölskyldumeðlimum á aðfangadag. þeir fara svo heim skelþunnir á nýársdag. hver skipulagði þessar dagsetningar? það var að minnsta kosti ekki ég.
skipuleggjandinn var herra corleone, mágur minn. sá sem skipuleggur líf allra í kringum sig. þegar talað er við hann segist hann vera að fara með allt fólkið til íslands. svo ætlar hann að fara með þau í helgarferð til orlando á leiðinni heim. því hann ætlar að sýna þeim disneyland. þau eru ekki að fara saman. hann er að fara með þau. sem er líka skrýtið vegna þess að yngsti maðurinn í ferðinni er 16 ára.
en ekki minn höfuðverkur svosem. en samt skrýtið að mínu mati.

lífið er annars þokukennt. margt á dagskránni og mikið að gera en samt einhver þoka yfir öllu. yfir ölli inní mér. ég veit ekki hvort er betra að bíða hana af sér eða vonast til að rekast á einhvern færan um að hrista mig útúr henni.
væri alveg til í smá hristing.
árekstur.
raflost.
eitthvað.

ég ætti kannski bara að mæla mér mót á malecon við fánaflóa.....

Engin ummæli: