mánudagur, maí 10, 2004

það er nú bara aldeilis mikið að gera þessa dagana með alla þessa ársfundi yfirvofandi. tíminn líður á undraverðum hraða og slíkt gleður mitt litla hjarta. auk þess eru sumarlyktin, fuglasöngurinn og allir skrilljón íslendingarnir sem poppa upp og hrúgast í miðbæinn þegar sólin skín, ákveðnir gleðigjafar sem fá mig til að brosa. það þarf lítið til að gleðja mig.
ég er búin að komast að því að ég á ósköp erfitt með að hætta að brosa. ég geri slatta af því á dag. svo koma reyndar nokkrir dagar í mánuði, í kringum mánaðarmót, sem ég á erfiðara með að brosa. þá fæ ég áhyggjur af peningum, finnst allt ómögulegt, frussa yfir laununum mínum og get ekki sofið. svo einhvernvegin beyglast þetta allt í gegn, reikningarnir hverfa einn af öðrum og ég get byrjað að brosa aftur. það er stundum svekkjandi að vera meðaljóna. ég hef gaman af að skrifa, en hef aldrei getað drullast til að klára eitt né neitt. ég hef ágætis menntun, en hún er samt aldrei nóg eða rétt fyrir það sem ég vil. ég hef ýmiskonar reynslu, en aldrei á réttu sviði. ég get alveg hugsað mér að taka þátt í þjóðmálum, en hef ekki alveg nógu mikinn áhuga til að fara að djöflast í pólitík. ég hef mikinn áhuga á ýmsum starfsgreinum, en kemst ekki að vegna reynsluleysis og fæ ekki reynslu vegna starfsleysis. arg spark og barf. meðalkvennskan í hámarki.
en einhverra hluta vegna er ég samt aftur farin að brosa eftir síðustu mánaðarmót svo þetta getur hreinlega ekki verið svo slæmt... eða hvað? er ég búin að gefast upp? á ég ekki betra skilið?
(best að hætta núna og draga sig aftur inn í glerkúluna þar sem allt er gott og fínt)
bros

Engin ummæli: