þriðjudagur, ágúst 03, 2004

hananú. ég er komin aftur, laus og liðug eins og hurðarhúnn. (þetta er semsagt tilvitnun í lélega þýðingu sem systir mín kær sagði mér frá, en þá sagði einhver á ensku "I´m back, like it or not", þýðandinn hefur sennilega heyrt I´m back, like a dorknob og þýddi þetta svona eftirminnilega skemmtilega...).

nema hvað. í dag er fyrsti dagur síðustu lífeyrissjóðsviku minnar. það er súrsætt. gott fólk, góður andi, en pruuumpu leiðinleg verkefni yfirleitt. allavega fyrir fólk eins og mig sem fær snert af einhverfu við stöðuga skráningu talna. þannig að í þeirri deildinni er breytingin blessun.

en ég var semst í fríi síðustu viku. gerði víst fátt annað en að snúa sólarhringnum í kleinu og borða ís. kleinur og ís. það var fríið mitt. já og vídeóspólur.

í gærkvöldi fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti eitthvað skemmtilegt í pokahorninu til að skrifa um.
sosum ekki.... ekkert frekar en venjulega. en það stöðvar fröken fix þó ekkert í því að sitja hér og babla.

heyrðu jú! alveg rétt... nú man ég... mig langaði til að fá ykkur í lið með mér til þess að útskýra smá atriði sem er þó ekkert smáatriði. sko, ég komst í kast við manneskju sem kaupir ekki allt þetta bloggbatterí. og ég er svo hrikalega tilfinningalega og rökræðulega fötluð að mér datt nákvæmlega ekkert í hug til þess að svara eða dæmi til útskýringa. þannig að ég sagði bara já og amen og setti hugmyndina í salt. en nú langar mig að biðja ykkur um að hjálpa mér að svara eftirfarandi spurningum sem lagðar voru fyrir mig í fyllstu einlægni og ég þumbaðist yfir eins og aulabárður. þær eru þessar:
af hverju/til hvers bloggar fólk?
af hverju les fólk blogg?
hvað erum við eiginlega að gera hérna?

með fyrirfram þakklæti fyrir aðstoðina.

og svona í lokin langar mig að deila með ykkur kafla úr nýju skáldsögunni minni:

kafli 1 - margþættur harmþrungi
yfirleitt var magnleysi viðverunnar þrúgandi en í þetta skiptið hafði hið máttfarna yfirhöndina og þráðurinn var að komast upp á lagið. varnarveggurinn skilaði sínu á óumdeilanlega víðsínan máta, enda hormottan afstæð eins og öldur hafsins. það var ekki um annað að ræða. yfirgengilegur niðurinn þjakaði aðstæður sem mikilmennskan grunaði um græsku andans án þess þó að hinn valinkunni gæti farið offari því sem tilveran óskaði eftir. op inn í fjarskann hindraði vitrænu nærstaddra, enda ekki við öðru að búast meðal gráspengdra almúga í tóminu. aldurinn harmaði verundina á varfærinn máta meðal himintunglanna undir vökulu auga þess sem alltumlykjandi mætti virðast.
ég er farin... ég er farin....

ég er búin að taka frá stað uppi á hillu fyrir bókmenntaverðlaunin.

Engin ummæli: