mánudagur, ágúst 30, 2004

hananú. ennþá er ég fagurbrún á leggjunum. það er gleðilegt þegar ég girði niður um mig og sest á kamarinn að þurfa ekki alltaf að horfa uppá þessi hvítu læri. þessa dagana blasa við mér hraustleg og brúnleit læri. svei mér þá ef það er ekki bara skemmtilegra að fara á klósettið eftir brúnkukrems-insidenntið.

nema hvað.
ég er ekki enn búin að fá svör við því hvort íbúðin sem mig langar í sé mín. á morgun segir sá lati og líka fasteignasalinn. ætli hann sé latur? myndi hann vatnið smakka væri hann þyrstur? og þó?

ég er stolt fram til klukkan 13:55.
ég hef verið stolt frá því kl. 10:50.
nú lifi ég sko eftir stundaskrá með frímínútnakerfi og öllu. til nánari útskýringar lauk tímanum með fyrri hópnum mínum kl. tímíndurí ellefu og eftir þann tíma var ég stolt. sú sem hvíslaði alltaf er farin að tala svo heyrist, sá bogni leit upp og allir gerðu sitt besta og komu bara ansi hreint assgoti vel útúr því. ég gæti alveg verið hógvær og haldið því fram að þau séu að aðlagast og þá eigi þau sjálfkrafa auðveldara með að tjá sig fyrir framan hvert annað...en nei. ég tek allt hrós til mín. ég á þau, ég píndi þau og ég skal svo sannarlega fá að hirða kreditið fyrir framfarir. það er ég sem er að gera þau góð, ég er leikbrúðumeistarinn, ég kreisti karakterana útúr þöglu lokuðu skeljunum, það var ég ég ég !.....

kl. 13:55 hefst tíminn hjá seinni hópnum. hann er önnur ella. mun flóknari týpur þar á ferð og aukinn höfuðverkur kennarans.
spurning hvort ég fari stolt heim eftir vinnudaginn eða hvort ég verði enn einu sinni að sætta mig við að þau hafi ennþá yfirhöndina. munu þau leggja sig fram? verða einhverjar breytingar sjáanlegar? örlítil þróun í rétta átt?
ef ekki, nú þá er það að sjálfsögðu eingöngu þeim sjálfum að kenna fyrir að taka ekki mark á mér, fylgja ekki leiðsögn og gefa ekkert af sér.
ef glittir í smá karakter á bakvið kúlið þá er það mitt mitt og aðeins mitt. þá verð ég stolt. stolt af sjálfri mér og stolt af þeim. en meira samt af mér...

Engin ummæli: