fimmtudagur, nóvember 11, 2004

þar sem arafat var hvort eð er að deyja þessa dagana get ég ekki sagt annað en að ég er honum óendanlega þakklát fyrir að velja ákkúrat þá tímasetningu sem hann valdi. dauðdagi hans bjargaði heilum degi í mínu lífi og því mun ég seint gleyma. hver sá sem bjargar degi í mínu lífi á ást mína og vináttu að launum um ókomna framtíð. þar af leiðandi mun ég nú setja ljósmyndina af arafat og manninum mínum á meira áberandi stað í íbúðinni. (já þeir hittust nefnilega og já namedropping er gegnsætt en kúl).
semsagt hækkaði karlinn í tign hjá mér í dag, án þess að ég hafi svosem úthlutað honum einhverri meðvitaðri tign áður... hvað er annars tign? mikið er þetta asnalegt orð..tign..tign..tign...tignin í pontunni...tignarponta...tignin hrygnir þegar rignir eins og vignir og þá erum við illa svignir... hehe...
nema hvað, ég er líka þakklát föður mínum fyrir að hafa fundið hjá sér þörf fyrir að hringja í mig klukkan hálf níu í morgun til að láta mig vita að arafat væri allur. allur hvað? allur dauður? hehe... sniff... mikið er ég hnyttin í dag. hnyttin tign. hnyttin hátign með hatt og svepp. láttu útlending bera þetta rétt fram og verði þér að góðu.
nema hvað, pabbi karlinn hringdi semsagt í mig klukkan hálf níu í morgun til að segja frá dauða palestínuleiðtogans. og ég er svo óskaplega fegin því að hann hafi dáið á réttum tíma þannig að hann náði morgunfréttum útvarpsins sem pabbi hlustar á yfir kaffibolla og brauðsneið með kæfu eða osti, vegna þess að ef hann hefði dáið síðar og ekki hefði verið sagt frá því fyrr en í hádegisfréttum hefði pabbi aldrei hringt í mig svona snemma og þá hefði ég sofið enn lengur yfir mig og þá væri skal ég segja þér engan veginn uppi á mér tippið í dag.
semsagt, arafat og pabbi, takk fyrir að vekja mig.
shukran og aleikum asalam.

Engin ummæli: