miðvikudagur, nóvember 03, 2004

það eru aldeilis blessuð heimsmálin í dag maður... vúha! fór í góða hirðinn áðan og var að dandalast eitthvað á milli heillegra og hálf-ónýtra húsgagna, keypti meðal annars þríhjól á 500 kall fyrir síðburðinn (til að angra nýju nágrannana) og 4 nýjar gamlar bækur í agötu kristí safnið mitt.
nema hvað, ungur maður með bólu á kinn í neon grænni flíspeysu merktri hirðinum vatt sér upp að mér og spurði hvernig mér litist á niðurstöður kosninganna í vestra. honum lá þetta greinilega svo þungt á hjarta að hann hreinlega varð að fá að ræða málið, og þar sem ég er þessi týpa sem fólk af einhverjum ástæðum hefur samræður við uppúr þurru, varð ég fyrir valinu. sem er svosem gott og blessað. ekkert nema gaman að fá að ræða við fólk á förnum vegi, enda er ég mjög fylgjandi slíkum samskiptum.

nema hvað, verð víst að sleppa tölvunni í bili.
sjáumst vonandi á morgun

Engin ummæli: