fimmtudagur, febrúar 10, 2005

fór í nostalgíuferð í morgun. synti 200 metra í breiðholtslauginni, keyrði framhjá æskuheimilinu og grunnskólanum og rölti um ganga framhaldsskólans, en þangað átti ég reyndar erindi. skellti hinu bara með í pakka þar sem ég var hvort eð er á leiðinni þarna uppeftir. kemur sjaldan fyrir lengur á þessum síðustu og verstu tímum.
nema hvað.
þarna naut ég mín mjög og mikið á sokkabandsárunum (hvaða ár eru það annars?)
af einhverjum ástæðum myndi ég þó ekki kaupa mér íbúð þarna uppfrá. kann ekki alveg að segja hvers vegna, enda á ég sjálf mest megnis góðar minningar úr hverfinu... en einhverra hluta vegna.....

blogg dagsins hjá minni kæru systur minnti mig einmitt á fólkið sem keypti íbúðina þar sem við ólumst upp, þegar við fluttum út. þau eru þessar frelsuðu týpur. ég hálf vorkenndi íbúðinni ,,minni". ég vorkenni sérstaklega glugganum í litla skrifstofuherberginu þegar jólin nálgast því þá verður hann að bera upplýstu stafina þar sem stendur ,,jesus loves you".
hálf svona suður-bandaríkjalegt.... eða svo segja allavega fordómarnir mínir mér.

leiðinlegi karlinn með skræku röddina er ennþá á vakt í lauginni. konan í búningsklefanum er líka á sínum stað að prjóna. það er svosem fínt að það fyrirfinnist svona fastir punktar í tilverunni.

Engin ummæli: