mánudagur, febrúar 28, 2005

gerðist svo góð að rífa í spaðann á ingó á föstudaginn þar sem ég birtist í mýflugumynd sem einkabílstjóri systur minnar. ég fékk vel þeginn bjór með mér í nesti heim eftir að hafa heilsað kauða og svo leystist ég upp eins og hologram... (kvót, lóa..hehehe) svo tróð ég mér í nælonið og málaði samkomusal í salahverfi rauðan. árshátíðin var sem hér segir: skálað hjá stjóranum, snittur fastar í tönnum, rúta í salahverfi, ræður haldnar af ókunnugum, fullur stærðfræðikennari, sölt humarsúpa, fín steik, skál og meira á ýmsum tungumálum, enda margir tungumálakennarar á svæðinu, vandræðaleg skemmtiatriði, hinir og þessir komu út úr skápnum sem reykingamenn og dönskukennarinn datt á rassinn.
allt í allt hin ágætasta skemmtun, séð frá mannfræðilegu sjónarhorni.

hinsvegar er ég ennþá eitthvað hálf dösuð sem er ótrúlegt miðað við að hafa drukkið 4 bjóra, 1 hvítvínsglas og farið að sofa fyrir kl.2.
það er af sem áður var þegar ég gat drukkið vodka og gin og landa og southern comfort í djús inni í tjaldi og út um alla þórsmörk í heila fjóra daga!
nú þarf ég bara að sjá flösku af southern comfort og mig fer að svima.

svei mér þá.

Engin ummæli: