föstudagur, apríl 22, 2005

hana, nú sannfærði ég prestinn um að feng shui og hugleiðsla trufli samband hennar og guðs ekki nokkurn skapaðan hlut. spurning hvað gnarr eða aðrir strangtrúaðir segðu við því.
pjuff, alveg er ég ekki að kaupa trúarbrögð per sei. trúi ekki á trúarbrögð enda ber orðið með sér brögð og þá á ég ekki við brögð sem finnast af bragðskyninu í munninum heldur þarf að nota bragðaskynið í heilanum til að sjá við svona brögðum.
brögð... skrýtið orð.
talandi um brögð, ég nenni ekki að hafa háværar skoðanir á páfanum. segjum bara sem svo að ég sé jafn fegin að vera ekki kaþólikki og ég er fegin að vera ekki frá júessei.
en nú nenni ég ekki að bölsótast, það er að rembast við að koma sumar og ég þarf að hafa mig alla við til þess að drukkna ekki í vinnuþreytu.
nú fer ég í pollýönnugírinn.
glettilegt summar.

Engin ummæli: