föstudagur, desember 02, 2005

mín ekki lengur makalaus. alveg makalaust hvað makaleysi er erfitt, slítandi, ágætt og afslappandi í senn. en nú eru hlutirnir semsagt aftur farnir að taka á sig upprunalegt form. ég er hætt að þurfa að elda og börnin eru svo límd við föður sinn sökum fyrrum fjarveru hans að þeim gæti ekki verið meira sama hvort ég er á svæðinu eða ekki, sem veitir vissulega heilmikla hvíld bæði andlega og líkamlega.
annars er síður gaman að segja frá því að makinn kom heim aftur nokkrum kílóum léttari, mörgum vöðvum stinnari, mörgum hárum klipptari og mörgum tónum brúnni.
sem aftur gerir það að verkum að ég lít út fyrir að vera feitari, grárri, þreyttari og lufsulegri í samanburðinum sem er ekki alveg mér í hag á þessum síðustu og verstu líkamsútlitsfegurðaræskudýrkunartímum. það er eiginlega bara svolítið erfitt að eiga sætan mann því að kröfurnar aukast, enda kvenaðilinn oft undir pressu að vera ekki eftirbátur karlaðilans í útliti.
ég get allavega huggað mig við það að ég er sko alls ekkert vitlausari en hann... að einhverju leyti ...held ég ....eða ekki ...heh

Engin ummæli: