úff, það er mikið að gera að vera heima. fullt af skemmtilegu frændfólki sem kenndi mér að segja kæmpe spa á norsku. og drekka bjór. ég kunni það samt fyrir, þau kenndu mér það eiginlega ekki en þau eru samt góð í því.
ég er orðin blogglöt. ekki samt alveg eins og systir mín.
sumt fólk er leiðinlegt þegar það er drukkið. ekki þetta fólk en sumt annað fólk.
ég held að ég sé allt í lagi. annars veit ég það ekki því ég er alltaf of full til að sjá það sjálf. svona svipað og að reyna að sjá sig sofa. ekki hægt því þú ert sofandi.
ég græt hrikalega auðveldlega þegar ég kveð fólk. sérstaklega skemmtilegt fólk. samt fór ég ekki að gráta í gær þegar ég kvaddi. fékk samt smá kökk í magann. sem er fyndið því ég var bara búin að hitta þau um fimm sinnum á þessari viku sem þau voru. það er bara leiðinlegt að kveðja fólk sem gefur þér góða strauma og gleði.
mér þykir líka skrýtið að kveðja krakka sem útskrifast úr vinnunni minni. ég á voða erfitt með svona breytingar, þó svo að ég sé þekkt fyrir stórar breytingar. ætli ég myndi ekki greina mig með endalokafóbíu eða kveðjukvíða. ég fæ kökk þegar góð tímabil líða undir lok á sjáanlegan hátt. svona eins og útskrift og kveðjustund.
leitt að mér skuli þykja skammarlegt að gráta fyrir framan fólk. leitt að fólki skuli þykja óþægilegt að umgangast grátandi manneskjur. það fara allir einhvernvegin í hnút eins og það sé óeðlilegt. stundum samt ekki. fer eftir aðstæðum svolítið. ég hugsa samt að krökkunum myndi þykja skrýtið að sjá kennara gráta við útskrift. þess vegna mun ég hlaða klósettpappír í töskuna mína og vera dugleg við að telja allt í kringum mig á meðan á athöfninni stendur. þannig höndla ég aðstæður betur.
jemm...það er nú svo og svo er nú það...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli