fimmtudagur, desember 07, 2006

hvusslags. bara kominn desember og ég enn með höfuð í rassi. vanrækjandi síðuna mína fínu eins og ég veit ekki hvað.
hvað er annars að frétta.... tja, prófavika og soleis. ég eyddi 4 klukkustundum í fyrradag í risastóra gula og bláa gámnum í garðabæ. borðaði salta aspassúpu einhverstaðar á leiðinni því ég varð svöng á að ráfa á milli þykistunniíbúða og herbergja. en okkur tókst að eyða góðum slatta af mánaðarlaunum þarna inni, enda að innrétta íbúð í flýti áður en mágurinn og svilkonan lenda á klakanum frá le mexique. nú á ég amk í bili þvottaherbergi með stæl, svona líka fallegt baðherbergi og gardínur til að draga fyrir herlegheitin. já og stóran pott undir jólasaltfiskinn.
deginum í gær eyddi ég svo í að skrúfa saman dót úr flötum pakkningum og raða hlutum á hillurnar sem ég hengdi á vegginn í áðurnefndu þvottaherbergi/geymslu.
í dag kláraði ég svo að semja próf og fara yfir verkefni, er á leið í að elda kvöldmat, svo þarf að ganga frá börnum og heimili og að lokum mun ég enda daginn á kaffihúsi ásamt príorítetsvinkonunni einu sönnu.
það er ástæða fyrir því að ég er ekki að eyða tíma í að blogga.....

Engin ummæli: