skemmtilegt að fá svona margar athugasemdir í athugasemdakerfið vegna síðustu skrifa minna. sýnir bara að það eru fleiri sem lesa en ég hélt. slíkt er alltaf skemmtilegt. það er eins og sum umræðuefni hreyfi frekar við fólki og fái það til að segja skoðun sína. yfirleitt virðist ég þó skrifa um hluti sem fær þá sem lesa bara til að hugsa umhm... og halda svo áfram lífinu án þess að finna knýjandi þörf fyrir að gera athugasemdir. ég ætla ekkert að greina þau viðbrögð nánar, enda gæti ég bara komist að niðurstöðum í samræmi við skap mitt og sjálfsmynd einmitt þessa stundina.
nema hvað... tölvan er í viðgerð. það er verið að losa mig við rjúpuna. mikið er ég annars háð blessuðu tækinu hérna á vinnustað. ég er sem handa og fótalaus væri.
fátt að frétta sosum. líður að lokum vinnulotu og þá er alltaf mest að gera. blessuð börnin dæla í mig verkefnum, sem ég hef reyndar kallað yfir mig sjálf, og þá er fátt annað að gera en lesa og gefa einkunnir og lesa aðeins meira og gefa aðeins fleiri einkunnir. ætli ég neyðist ekki til að kaupa mér kók og nammi til þess að komast í gegnum allar ritgerðirnar og prófin sem þarfnast yfirferðar. hver sagði svo að það væri auðvelt að kenna? puh... ekki var það hún ég.
sem minnir mig á það... af hverju er kennaratyggjó svona dýrt?
sem minnir mig á það... rosalega er dýrt að láta laga tölvur.
sem minnir mig á það... mig langar í sól og hita.
sem minnir mig á það... ég er að fara í rauðvínsklúbb í kvöld en mér þykir rauðvín vont.
sem minnir mig á það... ég kann hvorki að sauma né prjóna.
sem minnir mig á það... ég er orðin svöng og ég fór ekki í sturtu í morgun og verð því að fara í sturtu ís turtu íst urtu ístu rtu ístur tu ísturt u í kvöld ík völd íkv öld íkvö ld íkvöl d. þetta er svokallað bloggstam. stamar þú?
ég stama ekki en ég ruglast stundum. ég skrifa oft aðra stafi en þá sem ég hugsa á töfluna. svo segi ég svona förum til amma og öfu. uppáhaldið mitt sagði ég samt þegar ég var unglingur og lá á bakinu við hliðina á fyrstu ástinni með plötuumslagið af plötu með bubba og megasi (nú skrifaði ég óvart bugga áður en ég leiðrétti...hehe), nú og ég horfði á umslagið og spurði vininn svo hvernig honum litist á nýju plötuna með muggasi og beba... hahahahahaha...... það var ógeðslega fyndið. samt held ég að það hefði verið fyndnara fyrir þig ef þú hefðir verið á staðnum og heyrt þetta sko....hahahaha.... en þá hefðir þú þurft að vera heima hjá mér á réttri stundu á árinu 1989... en kannski varstu ekki einu sinni til þá... ef þú ert nemandi minn allavega....hahahaha....
nú er ég hætt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli