þriðjudagur, janúar 02, 2007

hana. gleðilegt árið.
enn eitt ár byrjað og það ansi kúl... 007. í ár verður gaman að fæða börn þann sjöunda júlí. sérstaklega fyrir fólk með kennitölueinhverfusyndróm eins og mig.
leitt að ég skuli ekki vera ólétt og komin eina 2 mánuði á leið. það verður víst ekki á allt kosið.
annars voru áramótin fín. haldin í fyrsta sinn heima hjá mér sem fullvaxta dömu. foreldrarnir komu í mat (sem makinn eldaði reyndar) en fóru svo heim til að hegða sér eins og íslendingar yfir skaupinu. ég og útlendingarnir spændum í perluna til að geta gónað í hringi á meðan á uppskotunum stóð. þau þarna að utan voru voða glöð, leið víst eins og í disneylandi, en makinn sprengdi og brenndi og endaði uppákomuna með því að brenna af sér hálfa augabrúnina og framanaf augnhárunum eftir að einhver api í nágrenni við okkur tendraði kolbeyglaðan flugeld sem fór beinustu leið inní mannfjöldann.
það vantar aldrei vitleysuna sosum. ég er þó fegin að ekki hafi farið verr.
nú og eftir eldaáhorf keyrðum við aftur niður í bæ þar sem börnunum var skilað í pössun og svo röltum við ein 15 skref að barnum svokallaða þar sem við drukkum öl og brostum framaní tannlausan englending á amfetamíni til um klukkan fjögur. þá var mér allri lokinni og svo svaf ég eins og grjót vel framyfir hádegi.
nú liggur mér á að snúa sólarhringnum við eftir allt þetta jólafrísframeftirvökumorgunhangsfyllerí. það verður hægara sagt en gert.
fyrsta skref verður að endurheimta mjúka rúmið mitt á miðvikudaginn þegar mágurinn og svilkonan fljúga 6 klukkutíma aftur í tímann.

en nú er ég semsagt farin að sofa.
góðar stundir.

Engin ummæli: