ef ég væri karlkyns eða lesbísk grunar mig að ég væri skotin í gwen stefani. veit ekki hvað það er. kannski litirnir. kannski fótósjoppið. kannski er ég bara hvorugt ofantalið en er skotin í henni samt. gæti verið.
ég hef líka alltaf verið svolítið skotin í deppinum og placido domingo og gaurnum sem lék í myndinni þarna....æi, hvað hét hún aftur? stella eitthvað, þó ekki í orlofi eða framboði. hún var á ensku. gott ef hann hét ekki winston. með breiðan munn. svo er eitthvað við gaurinn úr the notebook. kannski rómantíkin. það er eitthvað við rómantíkina sem gerir fólk fallegra. ú, og svo horfði ég einu sinni á mynd sem heitir the white masai, minnir mig. varð skotin í frumbyggjanum. karlremba og allt. hann var bara svo mikið eitthvað...
annars er allt gott að frétta. ég er búin að kynnast manninum sem skrifaði félagsfræðikennslubókina og hitta konuna sem þýddi mæling heimsins. svo er ég þess heiðurs aðnjótandi fjórum sinnum í viku að fá að vinna í sérdeildinni á samt því góða fólki sem er þar á bæ. fyrst var ég smeyk og óörugg. nú hlakka ég til að fá að sleppa úr almennunni yfir í litlu veröldina sem leynist innan veggja deildarinnar þar sem fólk er það sjálft og ekkert annað. með kostum og göllum. mæli hérmeð með sérdeildum.
ú, gael garcía er líka sætur...ef hann væri ekki bara svona fjári lítill...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli