í gær var ég að vinna. það er ekki í frásögur færandi. ég var að vinna fyrir framan hóp af krökkum sem sátu öll og horfðu framaní mig og reyndu að skilja hvað ég var að tala um. öll voru þau óvenju brosmild og kát, en ég hugsaði sem svo að þau væru að gleðjast yfir því að vera loksins farin að botna í spænskunni. gaman í tíma þegar fólk fattar hvað er í gangi. og ég kenndi og kenndi.
ánægð með mig og árangurinn kvaddi ég svo bekkinn, læsti stofunni og ákvað að koma við á klósettinu áður en ég legði af stað heim.
á klósettinu leit ég í spegil og það var þá sem ég skildi ástæðu gleði nemenda minna.
ástæðan var rúsínan sem var föst á milli framtanna minna eftir brauðsúpuna sem ég fékk í hádeginu.
litlu kúkalabbar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli