þriðjudagur, júlí 29, 2008
best að kvarta aðeins meira yfir veðrinu. fjandinn hafiða þetta er alltof heitt. það er í ökkla eða eyra þessi andskoti. og af hverju kvarta ég? jú af því að ég er prinsípp manneskja og ég læt ekki bjóða mér þessa vitleysu. af því tilefni hef ég ákveðið að boða til mótmæla. vér mótmælum þessu útlandaveðri. ekki nóg með að hér séu útlendingar skríðandi uppúr öllum holum heldur þurfti þetta lið að koma með veðrið með sér. það er ekki eins og maður geti ekki farið bara til spánar hafi maður áhuga á þessu rugli. ha! en semsagt, í dag verður mótmælaseta á austurvelli þar sem múgur og margmenni mun hópast saman og setjast í grasið til þess að mótmæla veðrinu. það mæta pottþétt margir því ég veit til þess að góður hluti landsmanna er sammála mér um þetta málefni. getur alþingi ekki sett einhverja fjárans tolla eða sólargjöld á þennan skratta svo að maður losni við hitann? ís-land. ha. ís. hvaða rugl er þetta?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli