fimmtudagur, júlí 03, 2008

ég er alveg pass þessa dagana. opna síðuna og loka henni svo bara aftur.
enginn friður hér á söntu. ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk kom. það er ekki einu sinni friður til að blogga hvað þá meira.
arg.

heyrðu já, ég er semsagt hjá sjúkraþjálfara sem lætur eins og ég sé kúluplast. hann togar hálsinn á mér í kjánalegustu stellingar og kippir svo þannig að ég bí bí og braka. svo ýtir hann hryggnum mínum ofaní magann á mér og ég braka. hann ýtir líka stundum höfðinu á mér ofaní bringu þannig að ennið og hakan mætast. þá langar mig alltaf að hlæja en ég get það ekki því að andlitið á mér er allt krumpað saman. svona svolítið eins og tannlaus gamall karl.
mér myndi þykja þetta hrikalega óþægileg staða ef ég hefði í huga að tæla þjálfarann. en þar sem ég er ekki að því er þetta bara fyndið og skemmtilegt.
nema hvað. ég þarf að fara að blanda í margarítuvélina.
hasta la pasta

Engin ummæli: