mánudagur, september 01, 2008

nei sko. þú hérna ennþá?
ég er líka hérna ennþá. bara eitthvað slöpp í blogginu.

það er alveg sama hver er hver og hvernig hann er. aukamanneskja á heimilinu er slítandi fyrirbæri, sérstaklega þegar tíminn er langur. nú hefur heimilið mitt innihaldið auka eintak alveg síðan í júní og nýlega er ég farin að finna fyrir því að það hangir yfir mér aukaeintaksþreyta. hún hefur verið að gerjast í einhvern tíma en ég hef lifað, eins og svo oft áður, í afneitun. stundum er ég bara eitthvað svo lítið í tengslum við sjálfa mig. hugurinn lengst í burtu frá líkamanum og engin meðvitund um tengslin á milli vöðvabólgunnar, syfjunnar, hausverkjarins og skortsins á ég-sjálf-tíma eða bara ró og friði.
það ættu að vera gefin nóbelsverðlaun fyrir að lifa af heimili sem inniheldur hormónahlaðinn ný-ungling sem liggur svo svakalega á að verða stór en er samt svo lítill að hann veit ekkert hvernig hann á að vera, frekt og síkjaftandi 6 ára eintak, ofvirkan athafnamann með athyglisbrest og sennilega heyrnarvandamál (miðað við raddstyrkinn) og tiltektarsjúka mjög heimakomna tengdamóður sem vill öllum vel en tekst samt að lauma inn athugasemdum sem skilja eftir súrt bragð. sbr. um daginn þegar hún var að skoða mynd af mér. ,,mikið ertu nú sæt elskan. þetta er rosa fín mynd af þér. nú er það eina sem þú þyrftir að gera að losna við appelsínuhúðina af lærunum og rassinum. ég heyrði í útvarpinu úti í mexíkó hjá manni sem er svaaakalega klár að besta ráðið sé að setja gúrku og vatn í blandara og nugga því svo á appelsínuhúðina..." eða þegar ég var eitthvað að tala um að mér fyndist ég hafa fitnað... ,,nei nei elskan, þú ert bara næstum því feit..."
stundum langar mig bara að setja tannburstann minn í bakpoka og rölta til timbúktú.

Engin ummæli: