þriðjudagur, september 09, 2008

sumt fólk sýýýgur úr mér alla orku og allan mátt. Því tekst að taka mig úr stuði og koma mér í vont skap þó að ég reyni svosem að láta ekki á neinu bera. sérstaklega þegar ég stend fyrir framan 30 manna hóp þar sem 3 einstaklingar ætla mig lifandi að drepa en hinir eiga ekkert skilið annað en mitt besta. ég reyni að horfa annað, hugsa annað og tala annað. en það er bara þessi viðvera. þetta orkusvarthol sem sogar mig inní myrkviði sín sama hvað ég streitist á móti. ég brosi og horfi annað en sé samt alltaf útundan mér þetta fólk. stundum eru þær ekki að horfa á mig og ég ekki að horfa á þær. samt þreyta þær mig. þreyta mig með þessu ,,mér er skít sama hvað þú segir ég ranghvolfi bara augunum yfir öllu og á rétt á því að mér séu gefnir sénsar því annars ert þú bara ósanngjörn jussa" viðhorfi sem skín útúr augum þeirra stanslaust. alltaf. endalaust.
búin áðí.
pant vera kennari.

Engin ummæli: