þriðjudagur, apríl 21, 2009

undanfarið hef ég fylgst mikið með fólki kasta steinum úr glerhúsum. í hinum ýmsustu formum og af ýmsum tilefnum. maður nokkur sem ég hef þekkt í fjölda ára missteig sig og grjótinu rigndi. í saumaklúbbum falla heilu grjótskriðurnar og að ég tali nú ekki um pólitíkusa sem ætla mig lifandi að drepa þessa dagana.
þar sem ég er svo ný-fermd er ég sullandi blaut í kærleiksboðskapnum sem prédikaður var yfir hausamótunum á mér um helgina og svei mér ef þar er ekki hollur andskoti á ferð. það mikilvægasta held ég að sé fyrirgefningin og náungakærleikurinn sem eru, að ég held, meginuppistaðan í velflestum ef ekki öllum trúarbrögðum og burtséð frá þeim, bara skrambi þörf skilaboð.
já, og að leita fyrst og fremst að hinu góða í fólki. hitt rífur niður og rústar eins og grjót í glerhúsi.
amen.

Engin ummæli: