þriðjudagur, apríl 20, 2004

er hægt að raska rassgatinu á sér? muehehehe... mín í stuði í dag. er að lesa da vinci lykilinn. mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af leysingum flókinna flækna með sagnfræðilegu og guðfræðilegu ívafi. samt svekkt yfir að hafa horft á þátt á stöð 2 um daginn sem fjallaði um þemað og sagði mér aðeins of mikið. ætti að banna svona þætti sem uppljóstra hlutum úr bókum sem margir eiga eftir að lesa. pakk.
en ég er samt svaka spennt, gæti jafnvel toppað harry potter!
svona langar mig að geta skrifað. bók sem er erfitt að leggja frá sér og dapurlegt að kveðja þegar sögunni lýkur. hvað þarf ég að fá í heilann til að geta það? hvað er það sem mig vantar? hvar liggur svarið? það að geta komið frá sér svona stykki, það myndi uppfylla alla mína stærstu drauma.
en ég hugsa og ég hugsa og það kemur bara prump.

Engin ummæli: