í gær kúkaði ég algjörlega í buxurnar (figuratively speaking). ég var að kenna minn fyrsta tíma í félagsfræði á ævinni minni stuttri og var búin að lesa svakalega vel og glósa allan kaflann sem ég ætlaði að fara yfir. svo þegar að tímanum kom fundust mér glósurnar eitthvað svo stirðbusalegar og mig minnti einhvernvegin að kennarar væru talandi út í eitt blaðalaust. nú svo ég byrjaði að tala einhverja bölvaða vitleysu. ætlaði að taka þetta svaka flott unplugged og læti en þegar á hólminn var komið held ég að ég hafi eiginlega frekar litið út eins og stamandi hálfviti. ég hélt steypunni á floti út fyrri klukkutímann og reyndi eins og ég gat að láta þetta líta út fyrir að það hafi átt að vera svona... og aumingja börnin horfðu á mig með óræðum svip þar sem ég frussaðist úr einu umræðuefni í annað upp og niður, út og suður, hægri vinstri, alveg niðrá tún.
svo sendi ég þau í frímínútur.
þær mínútur notaði ég til að ná úr mér taugaskjálftanum, taka andlitið mitt uppúr gólfinu og pússa það á aftur og síðast en ekki síst til að fara yfir glósurnar mínar.
í síðari kennslustundina mætti önnur stúlka en sú taugaveiklaða ruglingslega og óskipulagða sem hafði verið að prumpast við töfluna í fyrri tímanum. ég gerði punkt og greinarskil, ný málsgrein og byrja upp á nýtt. hér kemur kafli eitt: búmm. glósur. hér kemur kafli tvð: búmm. glósur... eru einhverjar spurningar? svar, svar, skila þessu í næsta tíma og lesa kafla nr.3. voilá og hananú. tan tan. saltkjöt og baunir. ég tók þetta í nefið þrátt fyrir kvefið. ég hljómaði eins og kennari og ég sá hvernig litlu ljósaperurnar í augum hormónafylltu ungæðinganna minna tindruðu á bak við "don´t give a shit"-svipinn. ég held að þau hafi skilið. ég skildi.
einhverra hluta vegna get ég ekki munað neitt úr fyrri tímanum. hann situr eftir þokukenndur í minningunni. helber afneitun.
það má læra af mistökunum og það er alls ekki eins auðvelt og það sýnist að vera kennari...ég skal nú bara segja ykkur það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli