föstudagur, október 01, 2004

Jæja, hér kem ég úr örpásu. einhverra hluta vegna hefur ekki gefist tími til að krota blogg. en nema hvað... endurnærð er ég ekki en er þó tekin til við að skrá hugrenningar mínars eigins á ný.

mikið er erfitt að vera gaurinn sem reynir alltaf að halda öllum ánægðum, reynir að láta öllum líða vel og vill helst að allir séu vinir. það er heilmikil vinna og álag skal ég nú bara segja ykkur. og það besta er að fæstir fatta hvað það er mikið á sig leggjandi til að lífið renni tiltölulega mjúkt í gegn fyrir viðfangsefni þess sem er á kafi í að senda út jákvæðu bylgjurnar.
þessi gaur er sko ég. fékk netta bráðnun (melt-down) í gær og var í skít-drullu-prumpu vondu skapi. slíkt er mjög sjaldgæft hjá mér þó ekki sé meira sagt. rétt áður en ég tók til við að henda fjölskyldumeðlimum út um gluggann dreif ég mig í úlpu og skó og settist út í garð. þar varð ég ansi blaut á rassinum en lét mig hafa það enda ekki í skapi til að hafa húmor fyrir blautum derriere.
nema hvað, eftir stutta sjálfsanalísu fattaði ég að fyrir utan það að vera gersamlega ósofin eftir yfirgang síðburðarins á næturna, spennt og stressuð yfir því að standa mig í nýju vinnunni fyrir framan kröfuhörðu nemana sem vilja helst að ég troði efninu ofaní kokið á þeim svo þau þurfi bara að kyngja, pirruð yfir því að heimilið lítur alltaf út eins og eftir kjarnorkuárás á kvöldin eftir verkfallsbörnin sem ganga sjálfala, og meðvirk í áhyggjum yfir því hvort fyrirtæki makans muni nú ekki örugglega ganga vel.... já og svo þarf ég að muna að sjá um alla pappírsvinnu heimilisins, fjárhag og almennt utanumhald.
sennilega var ein lítil fýla alveg réttmæt.

kannski er eins gott að ég kann ekki að elda...

Engin ummæli: