miðvikudagur, nóvember 29, 2006

mér leiðist remba. remba á heima á klósettinu. það er hannað fyrir rembing og útkomu hans.
mér leiðist þegar fólk rökstyður skoðanir sínar illa eða ekki.
mér leiðist þegar fólk setur heilu kynin, þjóðirnar, heimsálfurnar og/eða trúarhópana í einn lítinn pakka, njörvar niður og stimplar eins og pósthússtarfsmaður djöfulsins.
mér leiðist þegar fólk þykist vita allt um það sem það veit ekki neitt nema það sem sjónvarpið og aðrir miðlar hafa stappað saman, maukað og hrært og matað ofaní það.
mér leiðist þegar fólk heldur að það sé merkilegt umfram það sem hver og ein mannvera er merkilegt fyrirbæri.
mér leiðist þegar fólki þykir það með tilveru sinni hafa unnið sér inn einhver meiri mannréttindi en aðrir.
mér leiðist þegar fólk fattar ekki að það er eintóm heppni að hafa fæðst inní svona samfélag eins og við eigum í dag. það var aldrei valmöguleiki.
mér leiðist þegar fólk fattar ekki að sú staðreynd að þau urðu að manneskjum í líkama karls eða konu en ekki sáðfruman við hliðina á því í sundinu mikla er algjör tilviljun.
mér leiðist þegar höfuð fólks eru lok lok og læs og allt í stáli fyrir því að ræða, skoða, velta fyrir sér og kanna nýja og ólíka möguleika á skoðunum og afstöðu.
mér leiðist þegar fólk hefur skoðun af því að það heldur að hún sé flott.
samt er ég alveg í góðu skapi

Engin ummæli: