miðvikudagur, febrúar 21, 2007

ég er eitthvað geðveik.
ég skrifaði epli með tveimur péum!
reyndar afsaka ég mig með því að það virkar alveg lógískt fyrir fólk sem er ekki að hugsa sérstaklega um stafsetningu við skriftir en veit í undirmeðvitundinni að sama blásna hljóð og er í epli er td. í heppinn, hnappur og toppur þó svo að ekki séu fleiri pé þar á ferð. hinsvegar á þetta eina eplapé fátt sameiginlegt einu péi í orðum eins og tapa, sápa, plús eða kapall. reyndar má finna blásna hljóðið í kaplaskjólum en þar er hvort eð er enginn að leita.

það er nú aldeilis margt skemmtilegt og fræðandi í kýrhausnum. seisei

Engin ummæli: