ég fór á árshátíð á laugardaginn. ég sagði eiganda nýsis ömurlegan brandara. nú er ég fegin að hafa hvorki kynnt mig né sagt honum hvar ég vinn. hjúkket.
ég dansaði líka þangað til iljarnar á mér sprungu og er enn í dag að jafna mig í kálfunum. það var gaman. að dansa sko. ekki að vakna með fótaverki.
svo andaði ég að mér stærðfræðiprumpi. það lyktaði illa. að lokum endaði ég á efri hæðinni á dubliners ásamt konu stærðfræðiprumparans.
efri hæðin á dubliners. það er saga útafyrir sig. meira helvítis skíta fyllibyttu dópista subbu rusla draslara ógeðs sora viðbjóðs ólukkans rudda drullupleisið maður.
ég var ekki fyrr sest niður en maður að nafni sveinn settist á vinstra lærið á mér. svo mjakaði hann sér niður af því og tók utanum mig. ,,rooosalea ertu migikrúdd... eiumiða fara heimtil mín ea þín?" bara hvorugt sagði ég en sveinn gafst ekkert upp. ,, áhkuru vildeggi láta elskaðig? þúeis a ér sædasti gaurinnéddninni og þú ert algjör krúsídúla, vildeggi soví örmunum á mér?" nei takk sagði ég bara. en ég held að sveini hafi heyrst ég segja ,,bíddu aðeins, þú skalt fyrst reyna við mig með lúalegum pikköpp línum í einsog klukkutíma í viðbót og halda utanum mig eins og ég væri konan þín áður en við förum heim til mín að ríða". allavega hegðaði hann sér eins og ég hefði sagt það.
nú og svo horfði ég uppá ógeðslega fulla konu yfir fertugu láta lítinn sköllóttann rudda sleikja á sér hálsinn á meðan hún horfði þokukennd í augu annars skíthærðs manns sem gat varla beðið eftir að negla hana. svo fann ég 3500 kall í vöðli á gólfinu og það hjálpaði mér vissulega til að komast yfir mesta menningarsjokkið. þetta er einmitt staður þar sem fólk hættir frekar til að missa peningana á gólfið án þess að taka eftir því. sem er gott mál fyrir þá sem finna...jújú sosum.
þegar ég losnaði út af staðnum var það fyrsta sem ég sá fyrir utan lögreglubíll, þessi stóra týpa, og hálf innum bílgluggan á spjalli við lögguna var kvenmaður á óræðum aldri, klædd eins og væri hún nýstigin af einhverri alræmdri vændiskvennagötu í stórborg (alls ekki eftir veðri). þvílíkt og annað eins hef ég aldrei áður séð á íslandi. dyravörðurinn sá á mér undrunarsvipinn þegar ég steig út og hann hnippti í mig og sagði ,,hún er alltaf að vinna hér í kring...þú ímyndar þér ábyggilega við hvað"... jasso. gott ef mér duttu ekki bara nokkrar dauðar lýs úr höfði.
mikið hef ég alltaf verið græn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli