þriðjudagur, febrúar 13, 2007

jæja nú er ég alveg til í að fara að verða milljarðafræðingur. nei ég meina mæringur. ekkert vit í því að vera milljarðafræðingur, enda eflaust láglaunastarf. en ég er byrjuð að plana að verða milljarðamæringur og þá ætla ég að gera svo margt skemmtilegt.
ég ætla að byrja á því að kaupa mér sætt og fínt hús sem er með herbergi fyrir alla, klósett á þægilegum stað (ekki tveimur hæðum fyrir neðan svefnherbergið tildæmis), garð sem snýr í átt að sólinni og eigið bílastæði. svo ætla ég að kaupa mér annað eins hús í le mexique og kannski sæta íbúð í parís. þá ætla ég að innrétta allt heila klabbið þannig að það verði þægilegt og kósí. þarnæst langar mig að kaupa risastórt hús í mexíkóborg og ráða þangað fólk til að passa og kenna og vera góð við öll börnin sem búa á götunni og/eða eru munaðarlaus. ætli ég myndi ekki reyna að láta þau búa til fyrirtæki þannig að þau lærðu að skapa verðmæti sjálf fyrir sig sjálf. og þar sem þetta verkefni mun ganga með ólíkindum vel ætla ég í framhaldi að búa til fleiri svoleiðis hús annarstaðar. ekki svona breiðuvíkurhús heldur góð hús. svo myndi ég fara í allsherjar heimsreisu og heimsækja öll lönd í heimi (nema þar sem er hættulegt að vera)
nú eftir það myndi ég kaupa mér kokk og einkaþjálfara og útlitshönnuð og nuddara og svo myndi ég biðja tomma tannlækni um að laga leiðinlega jaxlinn í eitt skipti fyrir öll. já og svo myndi ég láta eyða endanlega öllum líkamshárum sem þvælast fyrir mér. kannski myndi ég líka ráða einhvern til að skjóta runna bandaríkjaforseta.
en þetta er bara það sem ég myndi gera fyrir mig. þá er óupptalið það sem ég myndi gera fyrir fólkið mitt, en ég get ekki talið það upp því ég veit ekki hvað þau vilja.
ég spyr þau bara þegar að því kemur...

Engin ummæli: