fimmtudagur, september 06, 2007

fórum með börnin á flugdrekasafnið. það er safn tileinkað börnum þar sem á að snerta allt og fikta í öllu. við sáum uppruna jarðarinnar í risastóru hvelfingarbíói þar sem maður lá í sætinu og horfði upp í loftið. við sáum risaeðlur á risaskjá í þrívídd. við flugum yfir mexíkó í bíósætum sem hreyfðust í takt við flugið okkar. við bjuggum til risastórar sápukúlur. við skoðuðum dýr í krukkum. við fiktuðum í allskonar dótaríi og skemmtum okkur konunglega.
svo komum við hingað heim til tengdó þar sem við ætlum að eyða helginni. á laugardaginn ætlum við í paintball með frændfólki og fleirum í tilefni frumburðarafmælisins.
núna erum við að fara að borða rosalega flotta köku.

Engin ummæli: