hana. þá er sex daga ferli mínum sem blaðakona lokið. ég fékk smá innsýn í veröld sem er nokkuð ólík því sem ég hafði gert mér í hugarlund, en samt lógísk ef ég hugsa málið nánar. það er allavega ekki það sama að skrifa fréttir og það sem ég hélt að væri að skrifa fréttir.
en ég ákvað semsagt eftir mikil heilabrot og vangaveltur að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og valdi starfið sem býður hentugri vinnutíma, minna álag og fleiri frí. svo losna ég líka við litla kalla með hatta sem yfirmenn.
ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þó svo að það sé ákveðið egókikk í því að birta texta undir nafni á opinberum vettvangi finnst mér skemmtilegra að kynnast fólki, vinna með því og eiga samskipti önnur en þau að reyna að kreista upplýsingar útúr fólki sem vill ekkert endilega tjá sig um ófarir sínar.
nema hvað. þetta var semsagt ákvörðun dagsins og ein af ákvörðunum lífsins.
í tilefni af henni ætla ég að eyða dögunum fram að jólum við að gera fínt í nýju íbúðinni og drífa mig svo hið fyrsta í að tengja internetið þangað svo að ég geti haldið áfram að skrifa. en þá ætla ég líka bara að skrifa það sem ég vil. gleðifréttir.
sem minnir mig á það. helsta fréttin í gær, að mínu mati, er sú að sem betur fer var ekkert að gerast á lögreglustöðvum landsins. Ég fékk bara ekki að birta það.
Heimurinn er ekkert eins slæmur og hann hljómar þegar allt það sem birtist er um erfiðleika og ósætti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli