mánudagur, desember 03, 2007

hananú. þá er skólinn bara búinn. einn tveir og bingó. ég tók nú lokasprettinn ekki með neinu trompi. eyddi sunnudeginum, semsagt gærdeginum, uppí skóla við lestur og spjall um lesefnið en á heimleiðinni fann ég hvernig að ég varð klessukenndari með hverju skrefinu. þegar ég loksins kom heim fékk ég kulda og hita og verk í augun og hausinn og verstan í hálsinn. og svo las ég bara ekki meir.
í morgun krumpaðist ég í gegnum prófið, sem var sem betur fer sanngjarnt mjög og fór svo bara heim þar sem ég skreið uppí sófa og sofnaði. ég sem ætlaði svo mikið að halda uppá að vera búin... en nú þarf ég á öllum mínum kröftum að halda þar sem nýja vinnan bíður mín í fyrramálið og ekki smart að byrja ferilinn á því að hringja sig inn veika. ónei. ekki minn stíll.

til þess að fagna því að ég get hætt að lesa um heimspekinga og uppeldisfræðinga er ég að hugsa um að verða mér úti um síðustu harry potter bókina. þessa sem systir mín á. djöfull ætla ég að lesa hana í klessu... þegar ég verð orðin hress.

Engin ummæli: