þriðjudagur, desember 25, 2007

jasso. eftir mikla barninga málninga snúninga og bygginga erum við flutt. nú búum við opinberlega við skólavörðustíginn. þá fallegu götu. dagana fyrir jólin sungu kórar reglulega jólalög fyrir neðan gluggann okkar og þar var líka fólk að gefa kakó og mandarínur svo að við höfum ákveðið að halda okkur bara þarna. ég efast um að finnist jólalegri staður á landinu. fyrir utan að við getum horft inní jólabúðina allt árið.
en nú er semsagt næstum allt komið. vantar bara sturtu og efri hluta eldhúsinnréttingar og gardínur og höldur á skápa og vegg fyrir klósettið og vask á baðið og að setja innréttinguna á sinn stað þar og setja saman hjónarúmið og setja saman síðasta fataskápinn og kaupa mublu undir útiföt og mottu fyrir innganginn og ná í sófann. en það er ekki neitt miðað við allt sem við erum búin að gera nú þegar.
jólin eru búin að vera kósí. ég át á mig gat í gær og aftur í kaffi hjá ömmu áðan og sé framá að gera slíkt hið sama enn eina ferðina í hangiketi í sumarbústaðnum hjá lillý frænku á morgun. árlegur viðburður og ómissandi hefð.
svo ætla ég líka að eta góðan slatta á gamlárs en eftir það mun ég reyna að komast aftur á rétt ról.

ég er að bíða eftir sjónvarpskallinum sem ætlar að hleypa okkur í sjónvarpsgláp (reyndar hefur verið ósköp kósí að hafa ekki sjónvarp yfir jólin) og internet og símakallinum sem ætlar að leysa úr bölvuðu flækjunni sem leigjendurnir hérna á undan skildu eftir sig. þá loksins fæ ég net og kemst í alminnilegt samband við umheiminn.
en þangað til ætla ég að borða.

gleðileg jól.

Engin ummæli: