í gær fór ég á árshátíð fyrrverandi vinnunnar minnar. það var gaman að vera boðið með. svo gaman að ég kom heim með ananas og blóm í hárinu.
í dag fór ég í hófefli með barefli....hehe.... ég meina í hópefli með bekk frumburðarins og það var aldeilis gaman. svo gaman að ég rúllaði mér bókstaflega yfir alla viðstadda. ég skrapp líka í júróprís í dag með familíunni og fann lyktina af ammóníaki beint uppúr flöskunni. það var ekki gaman. svo ekki gaman að mig svíður enn í nefið þegar ég hugsa til þess. mig hefur bara alltaf langað til að finna ammóníaklykt eftir að ég heyrði halla og laddalagið þar sem þeir segja ,,þetter ekki lyktin sem er alltaf af þér. nei þessi nýja alveg fyrirtak. hvað er hún kölluð? ammoníak."
í öðrum fréttum er það helst að makinn er að fara að opna veitingastað/kaffihús/morgunverðarstað. hann verður væntanlega opnaður um næstu mánaðarmót að laugavegi 22a, en það er við hliðina á barnum áður þekktum sem tuttuguogtveir. fyrir utan almenn drykkjarföng og dótarí verður semsagt hægt að fá sér alminnilegan mexíkanskan mat. ekki tex mex burrito svoleiðis heldur svona alvöru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli