föstudagur, febrúar 27, 2004

nú á ég íbúð. skál fyrir því.
það er gaman að rannsaka gömul hús, komast að því hver byggði það, hver bjó þar, hvernig það leit út og svo framvegis. ég lærði í dag hvað deiliskipulag þýðir og í framhaldi af því ætla ég að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags vegna reits 1.152.5 þess efnis að ég megi í framtíðinni bæta við kvistum á húsið mitt ef mér sýnist svo.
grúsk er skemmtilegt.
heimilið mitt tilvonandi fyrrverandi er fullt af kössum og drasli og er vel. það er gaman að grisja út ruslumdrasl.
þetta er eiginlega bara alltsaman hið besta mál. akrafjall og skarðsheiðin eins og þokukenndir draumar, ekkert er fegurra en endalok veturs í reykjavík.
stel ég og skrifa.
yndislegir þessir föstudagar alltaf hreint.

Engin ummæli: